Heimasíðan mín
Nýstofnuð og galtóm
Komið sæl, ég heiti Rafn Ágúst og er blaðamaður, málfræðingur, skáld og nemandi við Listaháskóla Íslands og Háskóla Íslands. Ég tók þetta lén frá í einhverjum stórhug. Ég ætla ekki að nokkur maður hafi áhuga á að gefa sig út fyrir að vera ég í neinum annarlegum tilgangi en það er betra að hafa vaðið fyrir neðan sig.
Ég mun líklega birta hér efni eftir hentisemi um ýmislegt sem ég hef áhuga á: sögu, ljóð, viðtöl, stjórnmál og fleira. Ég vil þó ekki lofa upp í ermina á mér og því ætla ég bara að klykkja út með: Verið velkomin.


