Síðbúið svar
Ljóð eftir Önnu Akhmatóvu í þýðingu minni.
Draugur, háðfugl, hermikráka, hvers vegna er þér ekki rótt? Kvein þín þéttu’ úr búri fláka, flétta krossmark kalda um nótt. Nú ómar háu himna úr virki: „Heim er aftur snúinn son. Ilmsæt tún og bogið birki er bót mér hröktum, nýfædd von. En sjá, úr súðum lík nú hanga, sviðin æsku minnar hús.“ Komdu, glaðar skulum ganga, götur þræða í næturrús! Hundrað þjóða höfuðborgin hljóð er nú, sem lítil mús. Kyrjum hót vor hátt um torgin, hríðin kæfir hljóðin öll og hylur okkar spor í mjöll.
mars 1940, Pétursborg
Ljóðið samdi Anna árið 1940 skömmu áður en heimsstyrjöldin síðari lagði líf hennar endanlega í rúst. Ljóðið lýsir að mínu mati einstöku sambandi tveggja skáldkvenna sem birtist lesendum ljóslifandi í upplestri. Marína Tsvetajeva svipti sig lífi ári eftir að ljóðið var samið. Í ljóðinu er raunar vísað til persónu úr rússneskri þjóðsögu, Marínu Mnísjek, sem mun hafa dvalið í turninum sem ég hef snúið yfir í himna virki við þýðingu (stuðlar setja sig ekki sjálfir). Seinna segi ég kannski söguna af andlegri formóður þeirra, Marísjku, og nýti tækifærið og segi sögurnar af þessum tveimur stórkostlegu skáldum á þeim umbrotatímum sem þau lifðu. Það verður að bíða betri dags.
Hér á neðan má lesa ómengaðan orginalinn.
Невидимка, двойник, пересмешник, Что ты прячешься в черных кустах, То забьешься в дырявый скворечник, То мелькнешь на погибших крестах, То кричишь из Маринкиной башни: "Я сегодня вернулась домой. Полюбуйтесь, родимые пашни, Что за это случилось со мной. Поглотила любимых пучина, И разрушен родительский дом." Мы с тобою сегодня, Марина, По столице полночной идем. А за нами таких миллионы, И безмолвнее шествия нет, А вокруг погребальные звоны, Да московские дикие стоны Вьюги, наш заметающей след


